Plokkað með ráðherra

Sveit­ar­stjórn­ar­ráðstefnu VG, sem stóð í all­an dag á Akra­nesi, lauk und­ir kvöld með því að gest­ir réðust í plokk um­hverf­is­ráðherra. 

Aðgerðin rímaði vel við efni fund­ar­ins sem fjallaði bæði um um­hverf­is- og heil­brigðismál og héldu bæði Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is­ráðherra og Svandís Svavars­dótt­ir, heil­brigðisráðherra er­indi á fund­in­um, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu. 

Lofts­lags­verk­fall ung­menna var sérliður á dag­skránni, en Elsa María Guðlaugs Drífu­dótt­ir, formaður Lands­sam­bands ís­lenskra stúd­enta, ein af skipu­leggj­end­um Loft­lags­verk­falls­ins, sagði frá hug­mynda­fræði og kröf­um verk­falls­ins en hún býr á Akra­nesi.

Átján sveit­ar­stjórn­ar­ráðsliðar VG héldu fund­inn sem einnig var sótt­ur af þing­mönn­um, al­menn­um VG fé­lög­um og fleiri gest­um, en um sjö­tíu manns mættu á opna hluta fund­ar­ins.

Bjarni Jóns­son, sveit­ar­stjórn­ar­maður í Skagaf­irði skipu­lagði sveit­ar­stjórn­arþingið og stýrði fundi.  Heima­menn og langt að komn­ir sveit­ar­stjórn­ar­menn tóku svo þátt í plokk­inu með um­hverf­is­ráðherra að lokn­um fundi. 

Plokkaðir voru tveir kíló­metr­ar kring­um vit­ann og var pall­bíll feng­inn ofan af Mýr­um til að koma rusl­inu á sinn stað, seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ingu.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert