Veita afslátt af gatnagerðargjöldum

Lóðir eru lausar í Borgarnesi og fleiri þéttbýliskjörnum.
Lóðir eru lausar í Borgarnesi og fleiri þéttbýliskjörnum.

Ákveðið hefur verið að veita afslátt af gatnagerðargjöldum lóða sem úthlutað hefur verið og verður úthlutað í Borgarbyggð á árinu 2019.

„Búið er að verja töluverðum fjármunum í uppbyggingu gatna á ákveðnum svæðum í sveitarfélaginu en lítið verið byggt. Litið er á þetta sem hvata til að fá verktaka og einstaklinga til að byggja,“ segir Lilja Björg Ágústsdóttir, forseti sveitarstjórnar, í Morgunblaðinu í dag.

Byggðaráð Borgarbyggðar ákvað að veita 50% afslátt af almennum gatnagerðargjöldum af íbúðarhúsalóðum og fella alveg niður gjöld sem innheimt eru á hvern fermetra lóðar.

Nú eru um 35 lóðir lausar undir einbýlishús, parhús og raðhús í Borgarnesi, á Hvanneyri, í Bæjarsveit og á Varmalandi og nær afslátturinn til þeirra. Einnig verður veittur afsláttur af lóðum undir tvö 14 íbúða fjölbýlishús sem verða auglýstar fljótlega í Bjargslandi í Borgarnesi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert