Flestir vilja hefja nám við Verzló

527 setja Verzlunarskólann sem sitt fyrsta val, en þar eru …
527 setja Verzlunarskólann sem sitt fyrsta val, en þar eru 330 laus nýnemapláss.

Flestir 10. bekkingar á landinu vilja hefja nám við Verzlunarskóla Íslands (VÍ) næsta haust, en næstflestir vilja komast í Menntaskólann við Sund (MS). Þetta kemur fram í færslu fésbókarsíðunnar Ráðgjöf vegna innritunar í framhaldsskóla þar sem birtar eru tölur úr forinnritun 10. bekkinga í framhaldsskóla fyrir haustönn 2019.

Þar sem einungis er um forinnritun að ræða sýna tölurnar ekki alla heildarmyndina, en þær gætu breyst eftir að nemendur staðfesta umsóknir sínar síðar í vor. Þá vantar einnig inn í tölurnar annað val nemenda, en í umsókn setja nemendur skólana sem þeir vilja sækja um í fyrsta og annað sæti.

Eins og mörg fyrri ár sækja mun fleiri um en komast að í mörgum af stærri skólum Reykjavíkur að því er segir í umfjöllun Morgunblaðsins um málið í dag. Sem dæmi setja 527 VÍ í fyrsta val, þar sem eru 330 laus nýnemapláss. Þá setja 281 MS í fyrsta val, en þar eru laus pláss 234. Svipaða sögu er að segja um Kvennaskólann í Reykjavík þar sem 243 velja hann sem sinn fyrsta kost, en laus pláss eru 225.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert