Fundaði með Sergei Lavrov

Sergei Lavrov. utanríkisráðherra Rússlands, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í …
Sergei Lavrov. utanríkisráðherra Rússlands, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Tvíhliða samskipti Íslands og Rússlands, málefni norðurslóða og öryggismál í Evrópu voru meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sem fram fór í Rovaniemi í Finnlandi í dag.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að fundurinn hafi verið haldinn í aðdraganda utanríkisráðherrafundar norðurskautsráðsins sem hefst á morgun. Þar mun Ísland taka við formennsku í ráðinu til tveggja ára og Rússland þar á eftir. Ráðherrarnir ræddu meðal annars um innflutningsbann Rússlands á íslenskum sjávarafurðum og viðskiptatækifæri á öðrum sviðum líkt og sölu á þekkingu og búnaði til rússneskra sjávarútvegs- og matvælafyrirtækja sem hefur farið vaxandi.

Þá tók utanríkisráðherra upp mannréttindamál og stöðuna innan Evrópuráðsins þar sem uppi er ágreiningur við Rússland. Hvatti Guðlaugur Þór Rússland til áframhaldandi þátttöku í Evrópuráðinu enda fæli brotthvarf þaðan í sér bakslag í mannréttindamálum í Rússlandi. Þá voru öryggismál í Evrópu rædd, meðal annars staðan í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka