Nýir kjarasamningar starfsmanna hins opinbera verða í höfn fyrir mánaðarlok ef markmið Sverris Jónssonar, formanns samninganefndar ríkisins, gengur eftir. Hann segir að stytting vinnuviku muni taka lengstan tíma.
„Það er samhljómur um að reyna að klára þetta í maí. Við erum vongóð um að við náum að klára þetta hjá allflestum í lok maí og byrjun júní,“ segir Sverrir.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, er með sama markmið, en segir að það þurfi að fara að „setja í gang“ ef það á að nást að semja fyrir sumarleyfi. Ósamið er við um þriðjung allra launamanna á Íslandi skv. Samtökum atvinnulífsins.
Fjallað er nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.