Biðlistar mynduðust í ferðir

Landeyjahöfn Herjólfur siglir nú sjö ferðir á dag í Landeyjahöfn.
Landeyjahöfn Herjólfur siglir nú sjö ferðir á dag í Landeyjahöfn. mbl.is/ Hallur Már

Nærri 6.500 farþegar og tæplega 1.500 bílar fóru með Herjólfi milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja á fjórum dögum, þ.e. 2.-5. maí, að sögn Guðbjarts Ellerts Jónssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. Til samanburðar má nefna að íbúar Vestmannaeyjakaupstaðar eru um 4.300 talsins.

„Þetta er allt önnur veröld þegar hægt er að sigla í Landeyjahöfn,“ sagði Guðbjartur í samtali við Morgunblaðið. „Hér iðar allt af ferðamönnum og mikið líf.“ Hann sagði að biðlistar hefðu myndast í fjórar síðustu ferðir Herjólfs í fyrradag, en skipið siglir sjö ferðir á dag. Mikið er pantað og orðið þétt bókað í margar ferðir í sumar.

„Það er mjög mikilvægt að Landeyjahöfn haldist opin. Fólk er farið að bóka ferðir og það verða mikil vandræði ef ekki verður hægt að sigla í höfnina,“ sagði Guðbjartur.

Grynningar á rifinu

Hádegisferð Herjólfs var felld niður í gær vegna grynninga á rifinu sem er utan við Landeyjahöfn. Fjara var og dýpi of lítið á rifinu fyrir Vestmannaeyjaferjuna við þær aðstæður.

Dýpkunarskipið Sóley var þá sent á vettvang frá Reykjavík og var reiknað með að það gæti byrjað dýpkun upp úr miðnætti í nótt, að því er fram kom á vefnum Eyjar.net. Dýpkunarskipið Dísa hefur unnið að dýpkun í höfninni og í hafnarmynninu. Guðbjartur sagði mikilvægt að Herjólfur gæti haldið áætlun vegna mikillar ásóknar í ferðirnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert