Búast má við stífum fundahöldum hjá Ríkissáttasemjara á næstunni, en alls losna 173 kjarasamningar í ár, þar af 152 fyrir rúmum mánuði. Sjö samningar munu losna um miðjan þennan mánuð, einn í júní, tveir í október og tíu í desember.
Nú eru þrjú mál á borði sáttasemjara, en það eru kjarasamningar Félags íslenskra flugumferðarstjóra, flugfreyja Icelandair og mjólkurfræðinga. Fundað verður í deilu flugumferðarstjóra og SA vegna Isavia í dag og á morgun verður fundur í máli Flugfreyjufélags Íslands og SA vegna Icelandair.
Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri embættisins, segir að viðræður séu að fara á fullt við opinberu félögin og þau félög á almenna markaðnum sem eru í viðræðum við ríki og sveitarfélög. 4