Erfitt að spá fyrir um úrslit Skólahreysti

Keppendur Skólahreysti fagna ásamt Andrési Guðmunds­syni og Láru Berg­lindi Helga­dótt­ur …
Keppendur Skólahreysti fagna ásamt Andrési Guðmunds­syni og Láru Berg­lindi Helga­dótt­ur sem halda keppnina. Ljósmynd/Skólahreysti

Andrés Guðmundsson, forsvarsmaður og stofnandi Skólahreysti, segir að stemningin fyrir úrslitum keppninnar sé frábær. „Við eigum von á hörkukeppni. Efstu skólarnir eru svo jafnir. Í dag er farið að verða miklu meiri spurning um það hver vinnur á endanum,“ segir Andrés.

Tólf grunnskólar munu keppa í úrslitum Skólahreysti sem fara fram í Laugardalshöll á morgun. Verða úrslitin sýnd í beinni útsendingu á RÚV klukkan 20:00 annað kvöld. Er þetta í fimmtánda sinn sem keppnin er haldin.

Andrés segir erfiðara að spá fyrir um úrslitin nú en oft áður og að spennan yfir keppninni í ár sé í takt við stemninguna í fyrra þar sem ekki var hægt að spá fyrir um sigurvegara. Segir hann að sá skóli sem hafi átt að vera efstur þá samkvæmt spám hafi lent í sjötta sæti.

„Þetta er eins núna. Þetta er svo jafnt að það sem skiptir mestu máli er eiginlega bara dagsformið á krökkunum, liðsandinn og hvernig þau ganga til leiks.“

Hvolsskóli.
Hvolsskóli. Ljósmynd/Skólahreysti

Hvolsskóli

Bjarni Már Björgvinsson tekur upphífingar og dýfur.

Þórdís Ósk Ólafsdóttir tekur armbeygjur og hreystigreip.

Birta Sigurborg Úlfarsdóttir og Óli Guðmar Óskarsson keppa í hraðaþraut.

Laugalækjarskóli.
Laugalækjarskóli. Ljósmynd/Skólahreysti

Laugalækjarskóli

Reynir Óskarsson tekur upphífingar og dýfur.

Sara Komban tekur armbeygjur og hreystigreip.

Erna Nielsen Hlynsdóttir og Magnús Indriði Benediktsson keppa í hraðaþraut.

Heiðarskóli.
Heiðarskóli. Ljósmynd/Skólahreysti

Heiðarskóli

Bartosz Wiktorowicz tekur upphífingar og dýfur.

Hildur Björg Hafþórsdóttir tekur armbeygjur og hreystigreip.

Klara Lind Þórarinsdóttir og Eyþór Jónsson keppa í hraðaþraut.

Grunnskóli Húnaþings vestra.
Grunnskóli Húnaþings vestra. Ljósmynd/Skólahreysti

Grunnskóli Húnaþings vestra

Guðmundur Grétar Magnússon tekur upphífingar og dýfur.

Leonie Sigurlaug Wappler Friðriksdóttir tekur armbeygjur og hreystigreip.

Ingunn Elsa Abel Ingadóttir og Hilmir Rafn Mikaelsson keppa í hraðaþraut.

Grunnskóli Ísafjarðar
Grunnskóli Ísafjarðar Ljósmynd/Skólahreysti

Grunnskóli Ísafjarðar

Kári Eydal tekur upphífingar og dýfur.

Bríet Sigurðardóttir tekur armbeygjur og hreystigreip.

Hrefna Dís Pálsdóttir og Magnús Örn Guðmundsson keppa í hraðaþraut.

Lindaskóli
Lindaskóli Ljósmynd/Skólahreysti

Lindaskóli

Alexander Broddi Sigvaldason tekur upphífingar og dýfur.

Selma Bjarkadóttir tekur armbeygjur og hreystigreip.

Sara Bjarkadóttir og Hilmir Þór Hugason keppa í hraðaþraut.

Foldaskóli
Foldaskóli Ljósmynd/Skólahreysti

Foldaskóli

Ingvar Jóhannesson tekur upphífingar og dýfur.

Vala Rún Kristjánsdóttir tekur armbeygjur og hreystigreip.

Hrafnhildur Árnadóttir og Gabríel Rómeó Johnsen keppa í hraðaþraut.

Varmahlíðarskóli
Varmahlíðarskóli Ljósmynd/Skólahreysti

Varmahlíðarskóli

Steinar Óli Sigfússon tekur upphífingar og dýfur.

Sara María Ómarsdóttir tekur armbeygjur og hreystigreip.

Ásta Aliya Friðriksdóttir og Óskar Aron Stefánsson keppa í hraðaþraut.

Brekkuskóli
Brekkuskóli Ljósmynd/Skólahreysti

Brekkuskóli

Jósep Heiðar Jónasson tekur upphífingar og dýfur.

Hildur Þóra Jónsdóttir tekur armbeygjur og hreystigreip.

Hilma Bóel Bergsdóttir og Birnir Vagn Finnsson keppa í hraðaþraut.

Grunnskóli Reyðarfjarðar
Grunnskóli Reyðarfjarðar Ljósmynd/Skólahreysti

Grunnskóli Reyðarfjarðar

Ólafur Jónsson tekur upphífingar og dýfur.

Perla Sól Sverrisdóttir tekur armbeygjur og hreystigreip.

Auður Rós Þormóðsdóttir og Bragi Halldór Hólmgrímsson keppa í hraðaþraut.

Holtaskóli
Holtaskóli Ljósmynd/Skólahreysti

Holtaskóli

Guðni Kjartansson tekur upphífingar og dýfur.

Daria Sara Cegielska tekur armbeygjur og hreystigreip.

Harpa Rós Guðnadóttir og Stefán Elías Davíðsson Bermann keppa í hraðaþraut.

Flóaskóli
Flóaskóli Ljósmynd/Skólahreysti

Flóaskóli

Elías Örn Jónsson tekur upphífingar og dýfur.

Sara Ægisdóttir tekur armbeygjur og hreystigreip.

Arndís Ólafsdóttir og Unnsteinn Reynisson keppa í hraðaþraut.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka