Gengur illa að manna stöður

Alvarlegur skortur er á hjúkrunarfræðingum á Landspítalananum.
Alvarlegur skortur er á hjúkrunarfræðingum á Landspítalananum. mbl.is/ Þorvaldur Örn Kristmundsson

„Ástandið er síst betra en í fyrra, það er alvarlegur skortur á hjúkrunarfræðingum hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust. Það er einnig tilfinnanlegur skortur á sjúkraliðum. Við könnuðum ástandið í nágrannasjúkrahúsunum og á Akranesi sem hefur ekki gengið vel að ráða fólk í sumarafleysingar,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala.

Hún segir að fundað hafi verið um stöðuna í gær og hvernig spítalinn gæti brugðist við öðruvísi en með því að loka deildum og draga úr þjónustu.

Anna Sigrún segir í samtali við Morgunblaðið að það sé eðlilegt að draga úr starfsemi og loka deildum á sumrin, t.d. skurðdeildum sem ekki sinna bráðaþjónustu. Það sama eigi við um göngudeildir sem fólk nýti minna að sumri til.

„Á móti kemur að við fáum annars konar sjúklingahóp til okkar á sumrin. Þar má nefna ferðamenn og sjúklinga sem fengið hafa þjónustu hjá stofnunum sem telja sig hafa getu til að loka á sumrin,“ segir Anna Sigrún og nefnir sem dæmi fæðingarþjónustuna í Reykjanesbæ sem hingað til hefur dregið úr þjónustu á sumrin.

„Við erum að skipuleggja sumarið þessa dagana og róum að því öllum árum að draga sem minnst úr nauðsynlegri starfsemi og sinna því hlutverki sem Landspítala ber. Sumum deildum er einfaldlega ekki hægt að loka eða draga úr þjónustu,“ segir Anna Sigrún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert