Hefja framkvæmdir við Reykjanesbraut í maí

Breikkun Reykjanesbrautar í þessum áfanga nær frá Kaldárselsvegi vestur fyrir …
Breikkun Reykjanesbrautar í þessum áfanga nær frá Kaldárselsvegi vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót. mbl.is/​Hari

Undirbúningur að breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, frá Kaldárselsvegi vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót, er hafinn hjá verktakafyrirtækinu Ístaki hf.

Samkvæmt upplýsingum Karls Andreassen, framkvæmdastjóra Ístaks, verður maímánuður notaður til undirbúnings og aðstöðusköpunar. Framkvæmdirnar sjálfar ættu að vera komnar á skrið í lok maí.

Vegagerðin og Ístak skrifuðu á föstudag undir samning um verkið. Samhliða var skrifað undir samninga við Mannvit um eftirlit með verkinu. Samningsupphæðin við Ístak er 2.106.193.937 kr.

Fyrri áfangi verksins er breikkun Reykjanesbrautar sunnan Strandgötubrúar, og að Krísuvíkur gatnamótum. Þessi áfangi inniheldur auk þess lengingu á Strandgötubrú og gerð einnar göngubrúar yfir Reykjanesbraut á móts við Hvaleyrarskóla. Fyrsta áfanga á að afhenda í nóvember. Seinni áfangi verksins er breikkun Reykjanesbrautar milli Strandgötu og að Kaldárselsvegi/brú. Í þeim áfanga á einnig að byggja göngubrú yfir Reykjanesbraut. Verkinu öllu á að vera lokið í nóvember 2020.

„Mannfjöldi sem kemur að verkinu verður breytilegur, en á háannatíma munu sjálfsagt um 50 manns koma að verkinu,“ segir Karl.

Meira er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert