Jafnréttisstofu er skylt samkvæmt lögum að sinna eftirliti með framkvæmd jafnréttislaga og veita stjórnvöldum ráðgjöf á sviði jafnréttismála. Þá er sérstaklega kveðið á um að stofnuninni er skylt að vinna gegn launamisrétti, en henni er ekki veitt innsýn í þá tölfræði sem snýr beint að ákvæðum laga um jafna meðferð á vinnumarkaði.
„Þetta eru upplýsingar sem við fáum ekki,“ svarar Katrín Björg Ríkharðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, fyrirspurn Morgunblaðsins hvort stofan fái tölfræðilegar upplýsingar úttektarinnar. Hún segist ekki reikna með að stofnunin muni kalla eftir umræddum upplýsingum.