Mál Gests og Ragnars verður tekið fyrir í yfirdeildinni

Lögmenn Gestur Jónsson (t.v.) og Ragnar Hall sögðu sig frá …
Lögmenn Gestur Jónsson (t.v.) og Ragnar Hall sögðu sig frá Al Thani-málinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við vorum ekki sáttir við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins á sínum tíma og sendum því erindi til yfirdeildar og nú liggur fyrir að hún mun taka málið til efnislegrar skoðunar,“ segir Gestur Jónsson lögmaður í samtali við Morgunblaðið.

Vísar hann í máli sínu til þess að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í Frakklandi hefur nú ákveðið að taka fyrir mál lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall í tengslum við Al Thani-málið svonefnda.

Hafði mannréttindadómstóllinn áður hafnað því að íslenska ríkið hefði brotið á þeim Gesti og Ragnari þegar þeim var gert að greiða eina milljón króna hvorum í sekt fyrir að segja sig frá málsvörn í Al Thani-málinu 2013.

Aðspurður segist Gestur ekki vita til þess að yfirdeild hafi áður tekið fyrir mál frá Íslandi. „Ég veit ekki betur en að þetta sé afar fáheyrt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert