Mjaldrarnir, Litla-Gráa og Litla-Hvíta, eiga að koma til landsins 19. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá góðgerðarsamtökunum Sea Life Trust. Verða mjaldrarnir fluttir til landsins með sérútbúinni flutningavél Cargolux frá Sjanghæ í Kína.
Var komu mjaldranna áður frestað vegna veðurs og lokunar Landeyjarhafnar en upprunalega stóð til að flytja þá til landsins 16. apríl. Eftir flugið stendur til að flytja mjaldranna til Vestmannaeyja þar sem svæði í Klettsvík hefur verið útbúið og afgirt fyrir þá.
Eru hvalirnir taldir ófærir um að bjarga sér í náttúrunni en þeir hafa hingað til varið meirihluta ævi sinnar í steypukeri í skemmtigarði í Sjanghæ. Á svæðið í Klettsvík að vera líkara náttúrulegum heimkynnum hvalana en þar munu þeir hafa 32.000 fermetra svæði til að synda um.