„Mjög alvarleg mynd“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir skýrsluna vera mikilvæga viðvörun til …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir skýrsluna vera mikilvæga viðvörun til mannkyns um í hvað stefnir mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þarna er dregin upp mjög alvarleg mynd,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra um niðurstöður nýrrar skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem kynntar voru í gær. Þar er greint frá því að vistkerfum jarðar hraki nú hraðar en dæmi eru um.

„Þetta er mikilvæg viðvörun til mannkyns um í hvað stefnir. Ef fram heldur sem horfir blasir við okkur hnignun lífríkisins og vistkerfanna sem við byggjum afkomu okkar á,“ sagði Guðmundur Ingi í samtalivið Morgunblaðið. Hann sagði að eyðilegging á búsvæðum fjölda lífvera og vistkerfum ætti stærstan þátt í þessari hnignun, en bein nýting og loftslagsbreytingar hefðu einnig áhrif og eins mengun og ágengar framandi tegundir.

Guðmundur Ingi sagði að tímasetning skýrslunnar væri ekki tilviljun. Á næsta ári þyrfti að taka ákvarðanir um markmið alþjóðlegs samnings um vernd lífríkisins og líffræðilegrar fjölbreytni til ársins 2030. Skýrslan væri mikilvægt innlegg í þá umræðu. Norðurlöndin hafa beitt sér fyrir metnaðarfullum markmiðum að frumkvæði Íslendinga. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi norrænu umhverfisráðherranna í Reykjavík í apríl.

„Það er mikilvægt að ráðast í aðgerðir þar sem við tryggjum frekari vernd búsvæða og vistkerfa, sjálfbæra nýtingu auðlinda og endurheimt fyrri gæða vistkerfanna. Þetta er leiðarstefið sem þarf að hafa í huga þegar við horfum til markmiðssetningar fyrir árið 2030,“ sagði Guðmundur Ingi. 

Nánar er fjallað um málið i Morgunblaðinu i dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert