Ekki síður hús fyrir íslenskan almenning

Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar.
Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðrún Nor­dal, for­stöðumaður Stofn­un­ar Árna Magnús­son­ar, seg­ir mikið fagnaðarefni að fram­kvæmd­ir á Húsi ís­lensk­unn­ar hefj­ist von bráðar en til­kynnt var um fram­kvæmd­irn­ar í gær.

„Þetta er langþráður áfangi. Það eru ell­efu ár síðan ákveðið var að fara af stað í þessa fram­kvæmd. Það hef­ur tekið mun lengri tíma að koma þessu áfram en við héld­um í upp­hafi,“ seg­ir Guðrún í sam­tali við mbl.is. Seg­ir hún að húsið eigi að taka um þrjú ár í bygg­ingu.

Hef­ur grunn­ur húss­ins staðið nán­ast óhreyfður frá því fyrsta skóflu­stung­an var tek­in í grunni þess árið 2013 en fram­kvæmd­un­um var frestað í kjöl­far efna­hags­hruns­ins. Á þess­um árum hef­ur mik­ill gróður og trjá­teg­und­ir vaxið á svæðinu sem oft er kallað „hola ís­lenskra fræða“. 

Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, afhendir …
Guðrún Nor­dal, for­stöðumaður stofn­un­ar Árna Magnús­son­ar í ís­lensk­um fræðum, af­hend­ir framtíðar­skóg­lendi það sem vaxið hef­ur óáreitt í 6 ár í holu ís­lenskra fræða. mbl.is/​Hari

„Það er búin að vera sjálfs­án­ing þarna ofan í grunn­in­um. Það er svo fal­legt hvað það er mik­il gróska þarna og nú kem­ur húsið inn í þessa grósku. Þetta er grósku­mik­ill staður og gott að vera þarna,“ seg­ir Guðrún.

Lund­ur í nafni Árna Magnús­son­ar

Árs­fund­ur Stofn­un­ar Árna Magnús­son­ar var hald­inn í morg­un og sleit Guðrún fund­in­um með því að af­henda Skóg­rækt­ar­fé­lagi Reykja­vík­ur trjá­plönt­ur sem skotið höfðu rót­um í grunn­in­um.

Seg­ir Guðrún að starfs­mönn­um Árna­stofn­un­ar hafi þótt fal­legt að taka plönt­urn­ar upp og koma þeim á nýj­an stað þar sem þær myndu vera til yndis­auka fyr­ir borg­ar­búa og aðra. 

Að henn­ar sögn ætl­ar Skóg­rækt­ar­fé­lag Reykja­vík­ur að búa til lund í Heiðmörk í nafni Árna Magnús­son­ar þar sem trjá­plönt­un­um verður komið fyr­ir.

„Við erum mjög glöð að það tókst að koma trján­um í hend­ur Skóg­rækt­ar­fé­lags­ins. Það er bara skemmti­legt að hafa komið þess­um fal­lega sjálfs­ána gróðri á góðan stað áður en við för­um að vinna í grunn­in­um og byrj­um að byggja. Þetta er svo um­hverf­i­s­vænt og al­veg í anda okk­ar stofn­un­ar,“ seg­ir Guðrún. 

„Þetta er eins og ákveðin kol­efnis­jöfn­un hvað varðar fund­inn, að gróður­setja á móti. Það er bara fal­legt finnst okk­ur og vel við hæfi.“

Skemmti­leg til­vilj­un

Þegar Hús ís­lensk­unn­ar verður til­búið mun starf­semi Árna­stofn­un­ar ásamt starf­semi ís­lensku­deild­ar Há­skóla Íslands fær­ast yfir í bygg­ing­una. Seg­ir Guðrún að húsið verði ekki síður hús fyr­ir ís­lensk­an al­menn­ing.

„Þetta er hús sem á að þjóna þeim sem koma til að fræðast um ís­lensk­una og fara á sýn­ingu á hand­rit­un­um. Þarna get­um við boðið upp á miklu betri þjón­ustu en við get­um núna og miðlað bet­ur okk­ar merka arfi til gesta og gang­andi. Þannig að við erum mjög spennt að þróa það starf áfram í þessu nýja húsi,“ seg­ir hún.

Seg­ir Guðrún að um ein­skæra til­vilj­un hafi verið að ræða að árs­fund­ur­inn hafi verið hald­inn degi eft­ir til­kynn­ing­una um að geng­ist hefði verið við samn­ing­um um fram­kvæmd­irn­ar. „Þetta var skemmti­leg til­vilj­un, en svona virk­ar heim­ur­inn stund­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert