Þrefalt meira áfengi 2018 en árið 1980

Áfengissala hér á landi hefur ríflega þrefaldast frá árinu 1980. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýbirtum tölum Hagstofu Íslands um sölu áfengis hér á landi. Á þessum tíma hefur mynstur í áfengisneyslu breyst talsvert. Árið 1980 var hlutfall sterks víns af áfengisneyslu landsmanna 71%, árið 2008 var hlutfallið 21% og í fyrra var það 16%.

Bjórneysla hefur aukist talsvert síðan hrunárið 2008, það ár neyttu Íslendingar 899.000 alkóhóllítra af bjór en í fyrra var neyslan komin upp í 1.252.000 alkóhóllítra.

Talsverður kippur kom í áfengissölu árið 2015, það gerðist á sama tíma og ferðamönnum hingað til lands tók að fjölga, og hefur sú þróun haldið áfram. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert