Fá væntanlega greitt í júlí

Sveinn Andri Sveinsson er skiptastjóri þrotabús WOW air.
Sveinn Andri Sveinsson er skiptastjóri þrotabús WOW air. mbl.is/Eggert

Fólk, sem missti vinnuna hjá WOW air við gjaldþrot félagsins og á inni ógreidd laun, getur vænst þess að fá greitt úr ábyrgðarsjóði launa eftir miðjan júlí, að sögn skiptastjóra félagsins. RÚV greinir frá þessu á vef sínum.

Í samtali við mbl.is í gær sagði Sveinn Andri að þrotabú WOW air hafi lokið við sölu á öll­um hús­gögn­um og öðrum lausa­mun­um af skrif­stof­um fé­lags­ins og byrjað er að selja vara­hluti. Ekk­ert hef­ur þó mjak­ast áfram varðandi sölu rekstr­ar­ins og seg­ir skipta­stjóri að slík sala verði alltaf ólík­legri eft­ir því sem lengra líði frá gjaldþrot­inu. Sam­tals kem­ur á þriðja tug starfs­manna að upp­gjöri bús­ins.

Sveinn Andri Sveins­son, ann­ar skipta­stjóra bús­ins, seg­ir í sam­tali við mbl.is að ákveðið hafi verið að setja í for­gang að koma vara­hlut­um sem voru í eigu annarra aðila í rétt­ar hend­ur. Þá sé byrjað að selja vara­hluti sem WOW átti og að þeir mall­ist nú út. Meðal annarra stórra verk­efna hjá þrota­bú­inu sé að vinna með stétt­ar­fé­lög­um við for­gangs­kröf­ur, en þær fel­ast meðal ann­ars í laun­um, launa­tengd­um gjöld­um og líf­eyr­is­greiðslum. Hann seg­ist ekki eiga von á skipta­stjór­ar muni taka af­stöðu til þeirra krafna fyrr en í fyrsta lagi í næsta mánuði þar sem ein­hverj­ar af þeim kröf­um séu farn­ar að detta inn. Stóru skammt­arn­ir séu þó enn í vinnslu hjá stétt­ar­fé­lög­un­um. Í fram­haldi af því muni ábyrgðasjóður launa lík­lega skoða sína kröfu í júlí eða ág­úst.

Von á að smærri kröf­ur skipti þúsund­um

Spurður hvort heild­ar­um­fang krafna sé far­in að taka á sig mynd seg­ir Sveinn að enn sé lítið um inn­send­ar kröf­ur frá stærri kröfu­höf­um. Hins veg­ar dæl­ist inn minni kröf­ur frá þeim sem höfðu keypt miða hjá WOW eða voru með bóta­mál í gangi gegn fé­lag­inu, meðal ann­ars vegna tafa á flugi eða skemmda á far­angri. „Þetta kem­ur inn í gríðarlega miklu magni núna,“ seg­ir Sveinn og á von á að fjöldi smærri krafna muni skipta þúsund­um þegar upp verði staðið.

Auk skipta­stjór­anna tveggja hafa tveir fast­ir starfs­menn verið ráðnir til þrota­bús­ins. Harpa Her­manns­dótt­ir, fyrr­ver­andi deild­ar­stjóri fjár­stýr­ing­ar WOW air, var ráðin sem fram­kvæmda­stjóri og þá er einnig flug­virki sem sér um sölu vara­hluta. Til viðbót­ar seg­ir Sveinn í samtali við mbl.is í gær að um 10 manns hafi verið í reglu­legri verk­töku og til viðbót­ar hafi átta lög­menn komið með ein­um eða öðrum hætti að úr­vinnslu þrota­bús­ins. Er þar bæði um að ræða inn­lenda og er­lenda lög­menn. Með skipta­stjór­un­um hafa því komið á þriðja tug starfs­manna að upp­gjör­inu.

Kröf­u­lýs­inga­frest­ur í búið renn­ur út 3. ág­úst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert