Gæti teflt EES-aðildinni í tvísýnu

Carl Baudenbacher, fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn.
Carl Baudenbacher, fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Til lengri tíma litið gæti höfn­un Íslands á þriðja orkupakk­an­um teflt í tví­sýnu aðild lands­ins að EES-samn­ingn­um,“ seg­ir Carl Bau­den­bacher, fyrr­ver­andi for­seti EFTA-dóm­stóls­ins, í lög­fræðiáliti fyr­ir ut­an­rík­is­ráðuneytið sem birt er á vef ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

Bau­den­bacher seg­ir ástæðu þess þá að sú skoðun hafi alltaf verið til staðar í Nor­egi að túlka ætti EES-samn­ing­inn á þann veg að um tví­hliða samn­ing væri að ræða á milli Norðmanna og Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem Íslend­ing­ar og Liechten­stein­ar væru í eins kon­ar auka­hlut­verki. Þær skoðanir myndu þá hljóta auk­inn stuðning.

Ekki væri hægt að úti­loka það að höfnuðu Íslend­ing­ar þriðja orkupakk­an­um myndi Nor­eg­ur að lok­um ákveða að semja tví­hliða við Evr­ópu­sam­bandið um orku­mál. Þar með gæti aðild Íslands að EES-samn­ingn­um til lengri tíma verið í upp­námi. Bau­den­bacher seg­ir að Ísland hafi skyldu til þess að sýna Nor­egi og Liechten­stein holl­ustu í EES-sam­starf­inu.

„Nú þegar Liechten­stein og Nor­eg­ur hafa aflétt stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vör­um þá ætl­ast rík­in til þess að Ísland geri slíkt hið sama,“ seg­ir Bau­den­bacher og minn­ir á að öll þrjú EFTA/​EES-rík­in verði að tala einni rödd í EES-sam­starf­inu. Þar af leiðandi taki þriðji orkupakk­inn ekki gildi fyr­ir þau komi til þess að Ísland segi nei.

Bau­den­bacher seg­ist telja litl­ar lík­ur á að Ísland fengi und­anþágu frá þriðja orkupakk­an­um ef málið færi aft­ur til sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar í kjöl­far þess að Ísland hafnaði því að aflétta stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara af hon­um.

Þrátt fyr­ir að Ísland hafi rétt til þess að neita því að samþykkja þriðja orkupakk­ann tel­ur Bau­den­bacher ekki að um­rætt mál rétt­læti það að grípa í slík­an neyðar­hem­il. Ísland hafi haft næg tæki­færi til þess að gera at­huga­semd­ir áður en orkupakk­inn var tek­inn upp í EES-samn­ing­inn af sam­eig­in­legu EES-nefnd­inni en ekki gert það.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert