Humlurnar í hremmingum

Alla jafna lætur húshumlan mest fyrir sér fara á vorin.
Alla jafna lætur húshumlan mest fyrir sér fara á vorin. Ljósmynd/Erling Ólafsson

Huml­ur í hremm­ing­um, skrif­ar Erl­ing Ólafs­son skor­dýra­fræðing­ur á face­booksíðu sína, Heim­ur smá­dýr­anna.

Hann seg­ir að alla jafna fljúgi drottn­ing­arn­ar um á þess­um tíma árs ný­vaknaðar af vetr­ar­dval­an­um, iðnar við að lepja í sig hun­angs­safa víðirekl­anna, safna frjó­korn­um þeirra og leggja drög að sum­ar­bú­skapn­um. Mun minna hafi hins veg­ar farið fyr­ir þeim á suðvest­an­verðu land­inu en venju­lega og lík­legt sé að rign­ing­in sam­fellda síðastliðið sum­ar valdi því.

„Í fyrra­sum­ar áttu þern­ur í erfiðleik­um með að fljúga um og afla fanga í renn­blaut­um blóm­un­um. Fram­leiðsla nýrra haust­drottn­inga varð af þeim sök­um með minnsta móti. Ef minnið er ekki að bregðast þá hef­ur viðjan oft verið iðnari við að blómg­ast en þetta vorið. Hún er huml­un­um í görðum okk­ar afar mik­il­væg sem fyrsta orku­lind. Nú er bara að von­ast eft­ir góðri sum­artíð svo huml­urn­ar nái að byggja sig upp á ný. Fátt er sum­ar­legra en suðandi huml­ur flögrandi á milli blóma í góðviðri,“ skrif­ar Erl­ing, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert