Innkaup fyrir 23 milljarða

Álstangir hjá Rio Tinto í Straumsvík.
Álstangir hjá Rio Tinto í Straumsvík. mbl.is/Birgir Ísleifur Gunnarsson

Álver á Íslandi keyptu vörur og þjónustu af innlendum fyrirtækjum fyrir um 23 milljarða króna í fyrra að raforku undanskilinni. Þetta segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samtaka álfyrirtækja (Samáls) á Íslandi. Samál heldur ársfund sinn í dag en 50 ár eru liðin frá því að álframleiðsla hófst á Íslandi.

Segir Pétur að hundruð íslenskra fyrirtækja veiti álverum þjónustu ásamt stofnunum á borð við háskóla og Nýsköpunarmiðstöð.

Í samtali í Morgunblaðinu í dag minnist Pétur þess er Michael Porter, einn þekktasti fræðimaður heims á sviði viðskipta, hélt fyrirlestur á Íslandi árið 2006. „Þá sagði hann að tveir klasar hefðu myndast á Íslandi. Annars vegar sjávarklasi og hins vegar orku- og málmklasi,“ segir Pétur og heldur áfram: „Áliðnaðurinn er tiltölulega ung grein á Íslandi í samanburði við sjávarútveg. Við leggjum mikið upp úr því að stuðla að grósku í áliðnaðinum og höfum í því skyni komið á fót Álklasa, þar sem starfa um 40 fyrirtæki og stofnanir. Smám saman hefur íslenskur áliðnaður verið að feta sig eftir virðiskeðjunni með flóknari og virðismeiri afurðum og bættri orkunýtingu.“

Á þeirri hálfu öld sem liðin er frá því að álframleiðsla hófst á Íslandi nemur heildarframlag áliðnaðar, með óbeinu framlagi til íslenskrar verðmætasköpunar, 1.150 milljörðum króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert