Miða að frekari eflingu ritstjórna

Breytingar sem gerðar hafa verið á fjölmiðlafrumvarpi mennta- og menningarmálaráðherra eru til þess fallnar að styrkja ritstjórnir meira en gert var ráð fyrir í drögum frumvarpsins.

Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, en frumvarpið snýr að styrkjum til einkarekinna fjölmiðla.

„Breytingarnar eru ekki umfangsmiklar en með þeim er komið til móts við þær ábendingar sem hafa borist. Breytingartillögurnar miða að því að efla ritstjórnir enn frekar en var gert í fyrstu drögum. Megininntak, skilyrði og annað slíkt er svipað upprunalegum drögum,“ segir Lilja í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert