Símon Sigvaldason, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur, segir reglur um skipun skiptastjóra yfir þrotabúum aldrei hafa verið færðar í letur en almennt gildi sú regla að þrotabúum sé úthlutað þannig að jafnræðis sé gætt. Verið er að semja leiðbeinandi reglur.
um eftirlit með störfum þeirra skipun þeirra almennt.Símon segir í samtali við mbl.is að síðasta vetur hafi meðferð þessara mála verið tekin til skoðunar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tilefnið hafi verið seinagangur á afgreiðslu búa og ganga þyrfti á eftir lögmönnum að ganga frá búunum sem þeir höfðu fengið úthlutað. „Það hefur komið til þess að taka þurfi bú af lögmönnum vegna þess að þeir hafa hvorki sinnt því að ljúka meðferð búa eða upplýsa dóminn um stöðu mála,“ segir Símon.
Símon segir unnið að drögum að leiðbeinandi reglum um úthlutun og meðferð þrotabúa. Þegar drögin séu tilbúin verði haft samráð við dómstólasýsluna, meðal annars með það fyrir augum að samræma reglugerðina um land allt. Síðar á þessu ári má reikna með að þær reglur líti dagsins ljós, að höfðu samráði við dómstólasýsluna.
Sem stendur er málum svo háttað að héraðsdómara er sjálfum falið að skipa skiptastjóra á meðan honum er falið að fela dómnum að skipa til dæmis verjendur þegar ákærðu óska eftir því. Símon segir þó í öllum tilvikum á ábyrgð héraðsdómara að ákveða hver er valinn til starfans. Við það val þurfi dómari að taka tillit til einstaklingsbundinna sjónarmiða eins og umfangs verks, hæfni lögmanns og þeirra hagsmuna sem eru í húfi hverju sinni.
Símon skar úr um það 12. apríl að Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri WOW air, þyrfti ekki að víkja úr því sæti. Þess hafði verið krafist af Arion banka, sem sagði hann hafa gengið fram með óeðlilegum hætti í öðrum málum.
Símon segir að vinna að drögum að leiðbeinandi reglum hafi staðið yfir á þeim tíma sem óskað var eftir gjaldþrotaskiptum á WOW air. Ólíkt öðrum málum af minni stærðargráðu, þar sem löglærðir aðstoðarmenn dómara skipa skiptastjóra og ekki er þörf á sérstakri aðkomu dómstjóra, ákvað Símon sjálfur hver yrði skipaður skiptastjóri í máli WOW air, segir hann.