Vilja miklu meira sjálfvirkt eftirlit

Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, á fundinum í morgun.
Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, á fundinum í morgun. mbl.is/Hari

Gríðarlegt magn af ábend­ing­um berst dags­dag­lega frá íbú­um Reykja­vík­ur­borg­ar til borg­ar­yf­ir­valda um það sem bet­ur má fara í sam­göngu­mál­um borg­ar­inn­ar. Þetta er á meðal þess sem kom fram í er­indi Þor­steins R. Her­manns­son­ar, sam­göngu­stjóra Reykja­vík­ur­borg­ar, á morg­un­verðar­fundi um um­ferðarör­yggi í Nor­ræna hús­inu í morg­un.

Þor­steinn fór í er­indi sínu yfir ýmis gögn sem varpa ljósi á það hvar rétt sé að for­gangsraða í um­ferðarör­ygg­is­mál­um í Reykja­vík. Til að mynda væru bor­in sam­an gögn um slysatíðni ann­ars veg­ar og hraðamæl­ing­ar lög­reglu hins veg­ar til þess að para sam­an slys­astaðina og hraðakst­ur til þess að varpa ljósi á sam­bandið þar á milli.

„Mik­il­væg­ur þátt­ur hjá okur líka er að við höf­um reynt að fá skóla­börn til þess að teikna upp leiðirn­ar sem þau fara í skól­ann,“ sagði Þor­steinn en farið yrði aft­ur í slíkt átak í vor. „Þetta hjálp­ar okk­ur líka að for­gangsraða. Hvar eru flest­ir krakk­ar að þvera göt­ur og labba yfir á leið í og úr skól­an­um. Við telj­um gríðarlega mik­il­vægt að reyna að for­gangsraða ör­yggisaðgerðum á þær leiðir sem flest börn eru að ganga.“

„Þetta eru þess­ir óvörðu veg­far­end­ur“

Þor­steinn sagði að gögn sýndu að al­var­leg­ustu slys­in ættu sér stað þar sem ann­ars veg­ar væri um að ræða bif­reið og hins veg­ar annað hvort gang­andi eða hjólandi veg­far­end­ur. „Þetta eru þess­ir óvörðu veg­far­end­ur.“ Þar á meðal fólk á leið í og úr stræt­is­vögn­um.

„Þetta er í okk­ar huga al­veg aug­ljós hóp­ur sem við þurf­um að setja sér­stak­an fókus á, að reyna að bæta ör­yggi þeirra sem eru gang­andi, hjólandi og nota al­menn­ings­sam­göng­ur. Af því að þar verða al­var­legu slys­in og bana­slys­in í Reykja­vík.“

Þor­steinn sagði að auk­in notk­un sjálf­virkra hraðamynda­véla hefði haft mik­il áhrif og sannað gildi sitt. „Við vilj­um sjá miklu meira sjálf­virkt eft­ir­lit og inn­leiða miklu meiri snjall­tækni í það áf því að við höf­um tak­markaðan mannafla í lög­regl­una og annað. Því meira sem við get­um gert af sjálf­virku eft­ir­liti, því betra.“

Reykja­vík­ur­borg væri gagn­rýnd fyr­ir að setja upp hraðahindr­an­ir víða en borg­ar­yf­ir­völd vildu miklu frem­ur koma upp auknu ra­f­rænu eft­ir­liti með mynda­vél­um í stað þess að koma upp slík­um hindr­un­um. „Við vilj­um beita tækn­inni meira.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert