Afkoma betri en spáð var

Niðurstaða ársreiknings bæjarsjóðs og samstæðu Reykjanesbæjar er sú besta sem …
Niðurstaða ársreiknings bæjarsjóðs og samstæðu Reykjanesbæjar er sú besta sem sést hefur í 25 ára sögu sveitarfélagsins.

Rekstr­arniður­stöður úr árs­reikn­ing­um stærstu sveit­ar­fé­laga lands­ins eru betri en fjár­hags­áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir miðað við niður­stöður A- og B-hluta sveit­ar­sjóða. Niður­stöðurn­ar eru einnig já­kvæðari, en bráðabirgðaniðurstaða Hag­stof­unn­ar frá því í mars fyr­ir allt landið gerði ráð fyr­ir 7,5 millj­arða halla.

Í um­fjöll­un um fjár­hag sveit­ar­fé­laga í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Al­dís Haf­steins­dótt­ir, formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, að víða hafi sveit­ar­fé­lög skilað ágæt­is niður­stöðum og vel hafi til tek­ist. Það sé ánægju­legt að niður­stöður árs­reikn­inga séu í sam­ræmi við áætlan­ir en hagnaður sé í svipuðu hlut­falli og verið hef­ur.

„Það verður að taka með í reikn­ing­inn að góðærið nær ekki út um allt land og hef­ur meiri áhrif í þétt­býli en dreif­býli. Loðnu­brest­ur hef­ur einnig gríðarleg áhrif á sjáv­ar­byggðir,“ seg­ir Al­dís sem bæt­ir við að sveit­ar­fé­lög­in hafi fjár­fest og staðið mynd­ar­lega að upp­bygg­ingu þjón­ustu vegna fjölg­un­ar íbúa. Það sé nauðsyn­legt að stíga var­lega til jarðar og vinna að því að fyr­ir­huguð áform um fryst­ingu fram­laga úr jöfn­un­ar­sjóði nái ekki fram að ganga enda séu blik­ur á lofti.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert