Reykjavíkurborg hefur auglýst breytingu á deiliskipulagi háskólasvæðisins. Samkvæmt henni verður reist viðbygging við Gamla Garð, þrjár hæðir og kjallari.
Hámarks byggingarmagn er 2.900 fermetrar ofanjarðar og 480 fermetrar neðanjarðar, eða samtals 3.300 fermetrar. Gert er ráð fyrir að í viðbyggingunni verði 70 ný stúdentaherbergi ásamt sameiginlegum eldhúsum, samkomurýmum og geymslum. Andrúm arkitektar ehf. eru höfundar tillögunnar.
Reiturinn sem tillagan nær til er á horni Suðurgötu og Hringbrautar. Á reitnum eru tvær lóðir, Þjóðminjasafnið (Suðurgata 41) og Gamli Garður og Félagsstofnun stúdenta, nú Stapi(Hringbraut 29 og 31), að því er fram kemur í umfjöllun um stækkun Gamla-Garðs í Morgunblaðinu í dag.