Einn fluttur með þyrlu eftir bílveltu

Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar síðdegis vegna bílveltu í …
Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar síðdegis vegna bílveltu í Húnavatnssýslu. Einn var fluttur á Landspítala til aðhlynningar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti ökumann bifreiðar á Landspítalann eftir að bifreið hans valt út af þjóðveginum við Stóru Giljá í Húnavatnssýslu síðdegis.

Bílveltan varð á fjórða tímanum og fór lögreglan á Norðurlandi vestra á vettvang ásamt sjúkraliði. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar rétt eftir klukkan hálf fjögur og er hún nýlent á Landspítalanum með hinn slasaða. Ekki fást upplýsingar um ástand hans að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert