Margar stöðvar þýða hærri álagningu

Bifreiðaeigendur ættu ekki að hafa áhyggjur af fækkun bensínstöðva að mati Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB.

Margar stöðvar, sem séu dýr mannvirki, þýði meiri yfirbyggingu og fækkun þeirra samhliða samruna við matvöruverslun ætti að skila neytendum lægra verði. Svipað og sjá má hjá Costco sem hafi náð allt að 10% markaðshlutdeild á landsvísu með einni bensínstöð í Garðabæ. 

Samkvæmt könnun FÍB sem gerð var fyrir tveimur árum kom í ljós að í fimm kílómetra radíus frá Landspítalanum var að finna 28 bensínstöðvar. „Þannig að ég held að við þurfum ekkert að óttast það að verða bensínlaus á þessu svæði,“ segir Runólfur í samtali við mbl.is fyrr í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert