Unnið er að því hjá Akraneskaupstað að útfæra hugmyndir um að ferjusiglingar hefjist að nýju á milli Reykjavíkur og Akraness.
Boðið var upp á slíkar siglingar sumarið 2017 þegar ferjan Akranes, sem var leigð frá Noregi, sigldi þessa leið. Aðsókn var minni en áætlað hafði verið af ýmsum ástæðum; verkefnið var ekki arðbært og rekstraraðilinn hefði þurft stærra mótframlag frá sveitarfélögunum og lögðust siglingarnar af.
Núverandi hugmynd gerir m.a. ráð fyrir að um tilraunaverkefni verði að ræða sem standi í þrjú ár og kosti 60 milljónir á ári, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.