Verð á bensíni hefur hækkað nokkuð að undanförnu. Í gærkvöldi var algengt verð á lítranum hjá N1 241,60 krónur og hjá Olís tíeyringi lægra.
Hjá sjálfsafgreiðslustöðvum Atlantsolíu var verð á lítranum að jafnaði 239,70 krónur en hjá Orkunni 239,60 kr.
Ódýrastur var bensínlítrinn sem endrnær hjá Atlantsolíu við Kaplakrika í Hafnarfirði; 209,40. Hjá Dælunni sem er með fimm stöðvar á höfuðborgarsvæðinu kostaði lítrinn 231 kr .