Lagt er til að lyfjaauglýsingar verði almennt heimilar með undantekningum í drögum að frumvarpi heilbrigðisráðherra til nýrra lyfjalaga, sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda.
Fjölmargar breytingar í lyfjamálum eru boðaðar í frumvarpinu en tillagan um auglýsingar lyfja fæli í sér stefnubreytingu þar sem meginregla lyfjalaga er sú í dag að allar lyfjaauglýsingar eru bannaðar nema í undantekningartilfellum.
Einnig er ákvæði sem lögfestir notkun lyfja af mannúðarástæðum og lagt er til að dýralæknar sæki um sérstakt lyfsöluleyfi til að selja lyf.