Nánast allt seldist á reiðhjólauppboðinu

Reiðhjólauppboð lögreglunnar.
Reiðhjólauppboð lögreglunnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta gekk mjög vel. Allt seldist nema tvö barnareiðhjól,“ segir Þórir Ingvarsson sem stýr­ir þjón­ustu­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu um ár­lega reiðhjó­la­upp­boð lög­regl­unn­ar sem fór fram í morgun. 

Boðin voru upp 70-80 reiðhjól og nokkrir barnavagnar. Hæsta verð var 40 þúsund krónur og lægsta verð þúsund krónur. Alla jafna seljast allir hlutirnir. Gripirnir sem voru boðnir upp í ár voru svipað margir og í fyrra og áætlar Þórir að innkoman hafi einnig verið á pari við síðasta ár.   

Uppboðið er yfirleitt vel sótt og er fólk ánægt að koma, að sögn Þóris. Hjól­in eru óskilamun­ir sem hafa verið í vörslu lög­regl­unn­ar í að minnsta kosti eitt ár og einn dag. Þórir tekur fram að það væri auðvitað óskastaða að þessi uppboð heyrðu sögunni til það er að segja að hjól og aðrir óskilamunir rötuðu ekki inn á borð lögreglunnar. 

Hann segir mikið af óskilamunum komi til þeirra, allt frá símum, lyklum og veskjum til stærðarinnar ferðataska. Þetta eru allt munir sem finnast á víðavangi og er skilað til lögreglunnar. 

„Það hefur ekki komið til tals,“ segir Þórir spurður hvort til standi að lögreglan halda fleiri uppboð á öðrum munum sem rata til lögreglunnar. 

Ágóði uppboðsins rennur í lög­reglu­sjóðinn.  

Hjólin voru um 70-80 talsins.
Hjólin voru um 70-80 talsins. mbl.is/Ómar Óskarsson
Hjólin voru af öllum stærðum.
Hjólin voru af öllum stærðum. mbl.is/Ómar Óskarsson
Uppboðið á hjólum var haldið í húsnæði Vöku.
Uppboðið á hjólum var haldið í húsnæði Vöku. mbl.is/Ómar Óskarsson
Uppboð á hjólum í Vöku.
Uppboð á hjólum í Vöku. mbl.is/Ómar Óskarsson
Uppboð á hjólum í Vöku.
Uppboð á hjólum í Vöku. mbl.is/Ómar Óskarsson
Uppboð á hjólum í Vöku.
Uppboð á hjólum í Vöku. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert