Eldur í Seljaskóla

Mik­ill eld­ur er í Selja­skóla í Breiðholti og legg­ur reyk yfir Selja- og Sala­hverfi. Allt tiltækt lið slökkviðliðsins á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út auk mannskaps úr vaktafríum.

Samkvæmt slökkviliðinu er barist við eld í þaki í einni álmu hússins, en þakið þar er að hluta til fallið. Telur slökkviliðið að það hafi náð tölum á eldinum og að helsta verkefnið sé að eldurinn breiðist ekki meira út en orðið er. Bæði dælubílar og körfubílar af öllum stöðvum hafa verið sendir á vettvang.

Samkvæmt vakthafandi slökkviliðsmanni er ljóst að talsvert tjón hefur orðið.

Slökkviliðið fékk tilkynningu um brunann klukkan hálf eitt í nótt.

Þetta er í annað skiptið á stutt­um tíma sem eld­ur kem­ur upp í skól­an­um,

Slökkviliðið vill koma því áleiðis til íbúa í Selja- og Salahverfi að loka gluggum ef það finnur reykjarlykt, en talsverðan reyk leggur yfir hverfin frá brunanum.

Af vettvangi í nótt.
Af vettvangi í nótt. mbl.is/Þorsteinn
Frá vettvangi í nótt.
Frá vettvangi í nótt. Ljósmynd/Andri Hrafn
Þak hússins í álmunni þar sem eldurinn kom upp er …
Þak hússins í álmunni þar sem eldurinn kom upp er fallið. Ljósmynd/Hermann Björgvin
Mikinn reyk leggur frá byggingunni.
Mikinn reyk leggur frá byggingunni. Ljósmynd/Sigurður Elías
Slökkviliðsmenn berjast við eldinn.
Slökkviliðsmenn berjast við eldinn. mbl.is/Þorsteinn
Eldur kom upp í Seljaskóla um miðnætti.
Eldur kom upp í Seljaskóla um miðnætti. mbl.is/Þorsteinn
mbl.is/Þorsteinn
Þakið er fallið í einni álmu skólans.
Þakið er fallið í einni álmu skólans. mbl.is/Þorsteinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert