Akstur á móti rauðu ljósi mældur

Þegar umferðarljósin bila leysir lögregla vandann, eins og hér á …
Þegar umferðarljósin bila leysir lögregla vandann, eins og hér á mótum Kringlumýrar- og Miklubrautar. mbl.is/Golli

Alls óku 24 af hverjum 10.000 ökutækjum á móti rauðu ljósi yfir gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar í Reykjavík í tveimur umferðarstraumum milli klukkan 16 og 19 á þriggja daga tímabili í desember í fyrra.

Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar, sem verkfræðistofan EFLA vann fyrir Vegagerðina um tíðni aksturs gegn rauðu ljósi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að tíðni aksturs gegn rauðu ljósi á gatnamótum Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar er á sambærilegu bili og niðurstöður erlendra rannsókna. Þá sýndu þær einnig að algengara er að vinstri beygja sé ekin á móti rauðu ljósi.

Gatnamót Kringlumýrar- og Háaleitisbrautar voru valin í verkefnið vegna hárrar tíðni árekstra vegna aksturs gegn rauðu ljósi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert