Línurnar ættu að fara að skýrast

Nýr Herjólfur á siglingu í Póllandi.
Nýr Herjólfur á siglingu í Póllandi.

Enn er unnið að niðurstöðu í deilu Vegagerðarinnar og pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A vegna viðbótargreiðslna tengdum smíði á nýjum Herjólfi. Þetta staðfestir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við mbl.is.  Hann segist þó ekki getað gefið upp nákvæmlega hvað fari nú fram en segir að línur ættu vonandi að skýrast fyrr en síðar. 

Hafa enn ekki afturkallað kröfuna

G. Pétur segir að Vegagerðin hafi ætíð boðið þá leið sem nú er rætt um, þ.e. að Vega­gerðin greiði upp­sett verð fyr­ir ferj­una en deila um viðbót­ar­greiðslur sem stöðin tel­ur sig eiga rétt á fari fyr­ir gerðardóm. Ef til kæmi yrði sá gerðardómur íslenskur, eins og samningur Vegagerðarinnar og Crist S.A. kveður á um.

Þá segir G. Pétur að Vegagerðin hafi ekki afturkallað kröfu um greiðslu úr ábyrgðartryggingu Crist S.A. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert