Mál Ágústs Ólafs ekki til umfjöllunar

Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur Ágústsson. mbl.is/Sigurður Bogi

Siðanefnd Alþing­is tel­ur tor­merki á því að hún taki mál Ágústs Ólafs Ágústs­son­ar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, til um­fjöll­un­ar. Siðanefnd­in tel­ur sér ekki fært að leggja mat á álita­efni máls­ins.

Þetta kem­ur fram í áliti nefnd­ar­inn­ar sem hef­ur verið birt á vef Alþing­is.

Siðanefnd Sam­fylk­ing­ar­inn­ar áminnti Ágúst Ólaf í haust fyr­ir að áreita konu kyn­ferðis­lega.

For­sæt­is­nefnd hafði óskað eft­ir því að siðanefnd Alþing­is veitti álit á því hvort hátt­erni þing­manns­ins „falli und­ir op­in­bera fram­göngu hans sem þjóðkjör­ins full­trúa og hvort líta megi svo á að hún hafi tengst mál­um sem hafi verið áber­andi í þjóðfé­lagsum­ræðunni“.

For­sæt­is­nefnd tel­ur ekki held­ur til­efni til frek­ari at­hug­un­ar á mál­inu af henn­ar hálfu. „Þegar litið er til niður­stöðu siðanefnd­ar og þess áfell­is­dóms sem op­in­ber­lega ligg­ur fyr­ir í niður­stöðu trúnaðar­nefnd­ar­inn­ar, er það hins veg­ar niðurstaða for­sæt­is­nefnd­ar, að und­an­gengnu heild­stæðu mati, að fyr­ir­liggj­andi er­indi gefi ekki til­efni til frek­ari at­hug­un­ar af henn­ar hálfu,“ seg­ir í niður­stöðu nefnd­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert