Reykjavík fær fyrstu einkunn

Köfnunarefnisdíoxíðmengun kemur frá útblæstri bíla og er mest á morgnana …
Köfnunarefnisdíoxíðmengun kemur frá útblæstri bíla og er mest á morgnana og í eftirmiðdaginn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Reykjavíkurborg er meðal 7% höfuðborga heimsins sem fá A í einkunn í loftslagsmálum hjá samtökunum Carbon Disclosure Project (CDP).

Um er að ræða óhagnaðardrifin umhverfisverndarsamtök sem gefa alls 596 stórborgum um allan heim einkunn eftir því hversu vel þeim hefur tekist að draga úr útblæstri og koma sér upp loftslagsstefnu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Af þessum 596 borgum fá einungis 43 einkunnina. Reykjavík, París, London, Barcelona, Höfðaborg og Hong Kong eru meðal þeirra borga sem fá hæstu einkunn CDP. Segja samtökin að fjórar borgir hafi það að markmiði að vera reknar alfarið á endurnýjanlegum orkugjöfum: París, San Francisco, Canberra og Reykjavík sem hafi nú þegar náð því markmiði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert