Setti upp gaddaól í miðri messu

Guðbjörg setti ólarnar upp í fermingarræðunni en tók þær niður …
Guðbjörg setti ólarnar upp í fermingarræðunni en tók þær niður að henni lokinni áður en hún leiddi börnin inn í kærleikann. Ljósmynd/Aðsend

„Boðskap­ur Hat­ara greip mig strax og ég er mjög hrif­in af því sem þessi hóp­ur er að gera,“ seg­ir Guðbjörg Arn­ar­dótt­ir, sókn­ar­prest­ur í Sel­foss­kirkju, sem vakti at­hygli með því að setja upp gadda­ól­ar í miðri ferm­ing­ar­messu um helg­ina. Fyrst var grein frá á vef DFS.

„Í ferm­ing­ar­mess­unni fer ég með smá brot úr text­an­um og kalla fram að þetta er ná­kvæm­lega það sem við vilj­um ekki. Stund­um fyll­ist ég van­mætti þegar ég sé hatrið sigra í heim­in­um, en ég á mér draum um að þetta unga, fal­lega fólk sem er að ferm­ast velji leið kær­leik­ans en ekki hat­urs­ins og breyti heim­in­um,“ seg­ir Guðbjörg.

„Ég reyni að nota það sem er á allra vör­um hverju sinni til þess að vekja ferm­ing­ar­börn­in og kalla á viðbrögð, sem var mjög gam­an að sjá í mess­um helgar­inn­ar.“

Hún seg­ir Jesú sjálf­an hafa kallað eft­ir betri heimi með rót­tæk­um hætti, rétt eins og Hat­ari sé að gera. „Ferm­ing­ar­börn­in muna kannski ekki nærri því allt sem við reyn­um að kenna þeim, en alla­vega óska ég þess að þau muni alltaf eft­ir Jesú og þá fylg­ir kær­leik­ur­inn.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert