Skólastarf í Seljaskóla á morgun

Starfsmenn Seljaskóla hafa unnið að hreinsun á skólanum í dag svo að hægt verði að taka á móti nemendum á morgun. 140-150 nemendur stunda nám í álmunni sem varð eldinum að bráð en búið er að gera ráðstafanir svo að skólastarf geti haldið áfram næstu vikurnar að sögn Magnúsar Þórs Jónssonar, skólastjóra.

Í myndskeiðinu er rætt við Magnús sem var önnum kafinn í hreinsunar- og skipulagsstarfi í dag.

Ljóst er að skemmdirnar eru miklar og álman sem skemmdist er gjörónýt en þar eru sex skólastofur. Skólastarf verður að einhverju leyti í Seljakirkju, aðstöðu ÍR og í félagsmiðstöðvum í hverfinu næstu vikurnar.

Fólk vill svör

Magnús segir eðlilegt að foreldrar vilji svör við því hvernig það gat gerst að eldur skyldi hafa komið upp í skólanum með einungis tveggja mánaða millibili. „Það þurfa allir aðilar sem koma að rekstri hússins að vinna með okkur í að velta við öllum steinum og ég greini mjög sterkan samstarfsvilja,“ segir Magnús. 

Húsnæðið er gjörónýtt þar sem eldurinn kom upp.
Húsnæðið er gjörónýtt þar sem eldurinn kom upp. mbl.is/Hallur Már
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert