Ekki til samræmd viðbragðsáætlun

Unnið var að hreinsun í gær og kennt verður í …
Unnið var að hreinsun í gær og kennt verður í skólanum í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kennsla hefst á ný í Seljaskóla í dag eftir bruna í einni byggingu skólans aðfaranótt sunnudags. Skólahald verður í Seljakirkju, aðstöðu ÍR og í félagsmiðstöðvum í hverfinu næstu vikurnar.

Bruninn í Seljaskóla er þriðja áfallið sem ríður yfir í skólastarfi í borginni í vor. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg, segir að ekki sé til samræmd viðbragðsáætlun fyrir skóla borgarinnar.

„Þessi áföll eru af mjög mismunandi toga. Þess vegna er ekki til einhver ein áætlun eða lausn sem grípur allt,“ segir Helgi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert