Gert að fjarlægja gróðurhús af lóð

Langvarandi deilum um lóðarréttindi lítils gróðurhúss á einbýlishúsalóð í Hveragerði …
Langvarandi deilum um lóðarréttindi lítils gróðurhúss á einbýlishúsalóð í Hveragerði ætti að vera lokið með dómi Landsréttar.

Eiganda niðurnídds heimilisgróðurhúss sem stendur í bakgarði einbýlishúss í eigu annars fólks í Hveragerði hefur verið gert með dómi Landsréttar að fjarlægja gróðurhúsið.

Dómurinn féll 3. maí en gróðurhúsið hafði ekki verið fjarlægt í gær, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins.

Eigendur íbúðarhússins og gróðurhússins höfðu lengi átt í deilum um lóðarréttindi gróðurhússins en þeir keyptu eignirnar hvor í sínu lagi. Gróðurhúsið var í slæmu ásigkomulagi og töldu nágrannar að slysahætta og óþrifnaður stæði af því. Kröfðust þeir þess að Hveragerðisbær og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerðu það sem þeim bæri lögum samkvæmt til að bæta úr. Heilbrigðiseftirlitið hugðist grípa til aðgerða í vor en frestaði aðgerðum vegna dómsmálsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert