Helmingur heimagistinga enn ólöglegur

Mikill meirihluti Airbnb-íbúða er á höfuðborgarsvæðinu. Alls eru tæplega 7.000 …
Mikill meirihluti Airbnb-íbúða er á höfuðborgarsvæðinu. Alls eru tæplega 7.000 þannig íbúðir til útleigu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Í janúar 2019 voru 6.785 rými auglýst til útleigu á heimagistingasíðunni Airbnb. Aðeins 3.539 lögaðilar höfðu tilskilin rekstrarleyfi til slíks á Íslandi. Sem þýðir að helmingurinn var ólöglegur.

Ástandið er samt að breytast. Fólk sem rekur heimagistingu á heimilum sínum í gegnum þjónustur eins og Airbnb er í hrönnum að tilkynna þá ráðstöfun sína til þar til gerðra yfirvalda. Innheimta ríkissjóðs á gjöldum vegna rekstrar af þessum toga nemur nú mörgum tugum milljóna.

Blásið var til átaks síðasta haust á vegum sýslumannsins í Reykjavík, að beiðni ráðuneytis. Árangurinn er ótvíræður, segir í nýrri skýrslu. Svo er. 10 starfsmenn hafa verið í vinnu hjá embættinu frá því í haust við það eitt að vakta heimagistingu. Þeir eru „Heimagistingarvaktin“.

Fólk er í óðaönn við að skrá heimagistingarrekstur sinn hjá …
Fólk er í óðaönn við að skrá heimagistingarrekstur sinn hjá yfirvöldum og er það sagt stafa af þessu aukna eftirliti og sömuleiðis umfjöllun fjölmiðla. AFP

Fólk er í óðaönn við að skrá rekstur sinn hjá yfirvöldum og er það sagt stafa af þessu aukna eftirliti og sömuleiðis umfjöllun fjölmiðla. Frá því í janúar 2017 hefur tíðni heimagistingaskráninga aukist um 400%. Í janúar 2019 skráðu sig 592. Í janúar 2017 skráðu sig 54.

Þá hefur heildarfjöldi virkra heimagistinga sem eru skráðar hjá sýslumanninum tvöfaldast. Í lok árs 2017 voru þeir 1056. Í lok árs 2018 voru þær 2022.

Eftirlit kostar

Það kostar 8.560 að skrá heimagistingu. Frá ársbyrjun 2018 hefur sýslumaður innheimt 27.400.000 króna í skráningargjöldum. Auk þess nema fyrirhugaðar eða álagðar stjórnvaldssektir vegna heimagistingamála um 90 milljónum. Í tilkynningu frá sýslumanninum segir í ljósi þessa að samanlagðar fjárhæðir stjórnvaldssekta og innheimtra gjalda nemi hærri upphæð en kostnaðurinn af auknu eftirliti.

Eftirlitið hefur kostað sitt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið lagði sýslumanni til 64 milljónir króna til styrkingar eftirlitsins. Til stofnunar Heimagistingavaktarinnar. Frá því 18. september segist vakt þessi hafa sent 3.000 ábendingar, stofnað 386 mál, farið í 309 vettvangsheimsóknir, aflað upplýsinga um 420 fasteignir og sent til skattrannsóknaryfirvalda, sent 65 áskorana á aðila sem taldir eru brjóta lög, sent 59 mál til lögreglu og svo framvegis. Þeir vilja halda starfi sínu áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert