Neita að senda börnin sín í skólann

Sumum foreldrum barna í skólanum hugnast ekki að senda börn …
Sumum foreldrum barna í skólanum hugnast ekki að senda börn sín í skólann á meðan ekki liggur fyrir vissa um að allt sé þar með felldu í brunavarnamálum. mbl.is/Ómar

Einhverjir foreldrar barna í Seljaskóla, sem brann um helgina að hluta, senda börnin sín ekki í skólann í dag. Þeir telja óábyrgt að opna skólann svo skjótt eftir brunann.

Skólahald hófst klukkan 10 í þeim hluta skólans sem ekki brann. Einnig verður kennt í Seljakirkju, aðstöðu ÍR og í félagsmiðstöðvum í hverfinu.

Björn Ragnarsson, foreldri þriggja barna í skólanum, er einn þessara foreldra. Hann segir að mikil umræða hafi verið hjá foreldrum barna á Facebook-síðum. Þar sé hljóðið á þá leið að fólk vilji sjá að þau geti treyst því að senda börnin í skólann.

Hann kveðst uggandi yfir öryggi í skólanum. Það er búið að kvikna í skólanum tvisvar á tveimur mánuðum. Þetta er ekki húsnæði eins og hvað annað, heldur eru þetta yfir 600 börn sem eru þarna. Okkur finnst skipta máli að það sé gerð alvöruúttekt á þessu,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Ytra borð álmu þeirrar er brann um helgina. Þar er …
Ytra borð álmu þeirrar er brann um helgina. Þar er ekki vært næstu mánuði. Kennt er í öðrum byggingum. Ómar Óskarsson

Hann segir að betur hefði farið á því að halda fund fyrir foreldra áður en skólahald yrði hafið á nýjan leik. „Okkur hefði fundist eðlilegt að skólayfirvöld hefðu haldið fund með foreldrum áður en skólinn opnaði til þess að fara yfir helstu öryggisatriði. Sömuleiðis að eftirlitsaðilar hefðu verið staddir á þeim fundi til að fullvissa foreldra um að allt væri með felldu,“ segir hann.

Hann segir að enn brenni spurningar á fólki, sem svara verður áður en kennt er í húsnæðinu. „Eru eftirlitsaðilar búnir að meta húsnæðið hæft til skólastarfs? Er búið að fara yfir brunaviðvörunarkerfi skólans? Er búið að endurskipuleggja flóttaleiðir skólans þar sem tveir hlutar skólans eru núna lokaðir vegna bruna? Mikinn reykjarmökk leggur enn frá skólanum og brunalykt er í íþróttahúsi skólans, á að láta börn og starfsmenn vera í slíkum aðstæðum?“ er meðal spurninganna.

Loks segir Björn að betra hefði verið yfirleitt að kenna ekki í húsnæðinu, þar sem kviknað hefur tvisvar í á árinu, fyrst í mars vegna rafmagns. „Okkur hefði frekar fundist að finna mætti aðrar lausnir og kenna bara í öðrum byggingum,“ segir Björn. Þannig megi frekar vinna að því að koma húsinu í viðunandi ástand fyrir haustið.

Þakið brann en gaf sig ekki. Við slökkvistarfið lak þó …
Þakið brann en gaf sig ekki. Við slökkvistarfið lak þó svo mikið vatn inn í bygginguna að hún verður ekki nothæf það sem eftir lifir skólaársins. mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert