Súld og suðlægar áttir

mbl.is/Ásdís

Í dag og á morg­un verða suðlæg­ar átt­ir, 3-10 m/​s, ríkj­andi en suðaust­an­strekk­ing­ur við suðvest­ur­strönd­ina. Súld eða rign­ing með köfl­um sunn­an- og vest­an­lands en bjartviðri norðan- og norðaust­an­lands.

Svipað veður á morg­un en þó held­ur meiri úr­koma og má bú­ast við vætu við Húna­flóa síðdeg­is á morg­un. Hiti 8 til 18 stig, sval­ast SA-lands. Síðan áfram mild­ar suðaust­læg­ar átt­ir með rign­ingu með köfl­um S- og V-lands en bjartviðri á N- og A-landi. Lít­ur út fyr­ir hægviðri á sunnu­dag og mánu­dag, skýjað við sjó­inn en bjart inn til lands­ins.

Veður­spá fyr­ir næstu daga

Suðlæg átt, 3-10 m/​s en suðaust­an­strekk­ing­ur við SV-strönd­ina. Súld eða rign­ing með köfl­um S- og V-lands en bjartviðri N- og NA-lands. Svipað veður á morg­un, þó má bú­ast við vætu við Húna­flóa síðdeg­is á morg­un. Hiti 8 til 18 stig, sval­ast SA-lands.

Á miðviku­dag:

Sunn­an og suðaust­an 8-13 m/​s, skýjað og rign­ing öðru hverju S- og V-lands. Hæg­ari vind­ur og bjart með köfl­um á N- og A-landi. Hiti 8 til 18 stig, hlýj­ast norðaust­an­lands. 

Á fimmtu­dag:
Sunn­an 3-8 og víða létt­skýjað N- og A-lands, en rign­ing með köfl­um á S- og V-landi. Hiti 8 til 18 stig, hlýj­ast norðaust­an­lands. 

Á föstu­dag og laug­ar­dag:
Suðaust­læg átt­ir og víða létt­skýjað á NA-verðu land­inu, ann­ars rign­ing með köfl­um. Hiti 8 til 18 stig, hlýj­ast NA-lands. 

Á sunnu­dag og mánu­dag:
Hæg breyti­leg átt, skýjað við sjó­inn en bjart inn til lands­ins. Hiti 8 til 18 stig, sval­ast við sjó­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert