Mótmæla hjólastíg í Gálgahrauni

00:00
00:00

„Þegar þessu lauk fyr­ir nokkr­um árum, þá var yf­ir­lýs­ing um það að nú yrði látið staðar numið. Það yrði friður og það yrðu grið. Á það trú­um við jafn­sterkt eins og þá,“ seg­ir Ómar Ragn­ars­son, nátt­úru­vernd­arsinni og formaður Hrauna­vina. Sam­tök­in leggj­ast al­farið gegn lagn­ingu hjóla­stígs í Gálga­hrauni.

Í nýju deili­skipu­lagi er gert ráð fyr­ir hjóla­stíg og göngu­stíg­um í hraun­inu sem að sögn Hrauna­vina myndi valda miklu raski. „Hann myndi eyðileggja mjög mikið af hraun­inu, Bæði fal­leg­um klett­um og fal­leg­um laut­um þar sem hann er teiknaður hér yfir,“ seg­ir Ragn­hild­ur Jóns­dótt­ir, nátt­úru­vernd­arsinni og Hrauna­vin­ur. Hún seg­ist ekki hafa trú á að þess­ar fyr­ir­ætlan­ir verði að veru­leika.

Hér má kynna sér nýtt deili­skipu­lag Garðabæj­ar.

Mik­ill styr stóð um hraunið fyr­ir nokkr­um árum síðan þegar lagn­ingu veg­ar um hraunið var ákaf­lega mót­mælt og raun­ar er stutt síðan að dóms­mál­um lauk þar sem Hrauna­vin­ir þurftu að greiða sekt­ir vegna mót­mæl­anna.

Í mynd­skeiðinu hér fyr­ir neðan má sjá Ómar bor­inn í burt af lög­reglu þegar hann mót­mælti lagn­ingu veg­ar­ins en hann bend­ir á að varðveislu­gildi hrauns­ins fel­ist fyrst og fremst í því að halda því ósnortnu. 


 

Hjóla- og göngustígurinn er merktur með rauðu en gönguleiðir á …
Hjóla- og göngu­stíg­ur­inn er merkt­ur með rauðu en göngu­leiðir á möl eru merkt­ir með gulu. Skjá­skot af vef Garðabæj­ar.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert