Mótmæla hjólastíg í Gálgahrauni

„Þegar þessu lauk fyrir nokkrum árum, þá var yfirlýsing um það að nú yrði látið staðar numið. Það yrði friður og það yrðu grið. Á það trúum við jafnsterkt eins og þá,“ segir Ómar Ragnarsson, náttúruverndarsinni og formaður Hraunavina. Samtökin leggjast alfarið gegn lagningu hjólastígs í Gálgahrauni.

Í nýju deiliskipulagi er gert ráð fyrir hjólastíg og göngustígum í hrauninu sem að sögn Hraunavina myndi valda miklu raski. „Hann myndi eyðileggja mjög mikið af hrauninu, Bæði fallegum klettum og fallegum lautum þar sem hann er teiknaður hér yfir,“ segir Ragnhildur Jónsdóttir, náttúruverndarsinni og Hraunavinur. Hún segist ekki hafa trú á að þessar fyrirætlanir verði að veruleika.

Hér má kynna sér nýtt deiliskipulag Garðabæjar.

Mikill styr stóð um hraunið fyrir nokkrum árum síðan þegar lagningu vegar um hraunið var ákaflega mótmælt og raunar er stutt síðan að dómsmálum lauk þar sem Hraunavinir þurftu að greiða sektir vegna mótmælanna.

Í myndskeiðinu hér fyrir neðan má sjá Ómar borinn í burt af lögreglu þegar hann mótmælti lagningu vegarins en hann bendir á að varðveislugildi hraunsins felist fyrst og fremst í því að halda því ósnortnu. 


 

Hjóla- og göngustígurinn er merktur með rauðu en gönguleiðir á …
Hjóla- og göngustígurinn er merktur með rauðu en gönguleiðir á möl eru merktir með gulu. Skjáskot af vef Garðabæjar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert