„Erum við viðbúin?“ er yfirskrift ráðstefnu sem Loftslagsráð stendur fyrir um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum, sem hófst á Grand hóteli nú klukkan 9.30. Hægt er að fylgjast með ráðstefnunni í beinni í gegnum hlekkinn hér að neðan.
Markmið ráðstefnunnar er „að kalla fram viðbrögð við fyrirsjáanlegum afleiðingum loftslagsbreytinga í þeim tilgangi að auka hæfni samfélagsins til að takast á við þær og byggja upp viðnámsþrótt gagnvart þeim,“ að því er fram kemur í kynningu.
Ljóst má þykja að Íslendingar munu þurfa að aðlagast breyttu loftslagi enn frekar en gert hefur verið og grípa til aðgerða sem auka viðnámsþrótt samfélagsins og efnahagslífsins gagnvart áhrifum loftslagsbreytinga.
Er markmið ráðstefnunnar að kalla fram viðbrögð við fyrirsjáanlegum afleiðingum loftslagsbreytinga á íslenskt samfélag.