Lögreglan á Norðurlandi eystra óskar eftir upplýsingum um einhvern sem talar bæði kínversku og íslensku eða ensku á Akureyri eða nágrenni til þess að aðstoða við samskipti við fólkið sem slasaðist í rútuslysinu á Suðurlandsvegi í dag. Hluti þeirra var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri.
Alls voru 32 kínverskir ferðamenn í rútunni og var þeim dreift á þrjú sjúkrahús til þess að dreifa álagi. Samkvæmt upplýsingum mbl.is fóru 11 þeirra til Akureyrar með flugvél Landhelgisgæslunnar og óskar lögregla nú eftir aðstoð kínverskumælandi einstaklinga til aðstoðar.
Samkvæmt tilkynningu lögreglu er óskað eftir að haft sé samband í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar í umdæminu, en tilkynninguna má sjá hér að neðan.