Rútuslys á Suðurlandsvegi

mbl.is/Eggert

Rútuslys varð á Suðurlandsvegi við Hofgarða, skammt norðan við Fagurhólsmýri, en tilkynning um slysið barst kl. 15:05. Alls voru 32 farþegar um borð í rútunni, auk ökumanns, en rútan valt út fyrir veg.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að lögregla og aðrir viðbragðsaðilar séu á leið á vettvang í þessum töluðum orðum en allt viðbragð miðast við hópslys og áætlun í samhengi við það. 

Lögregla og sjúkralið er á leið á vettvang.
Lögregla og sjúkralið er á leið á vettvang. Kort/Map.is

„Umfang og stig meiðsla fólks er ekki ljóst en eitthvað er um beinbrot og skrámur. Nánari upplýsingar verða gefnar eftir því sem fram vindur.  Þyrla LHG var strax kölluð út og samhæfingastöð í Skógarhlíð virkjuð,“ segir í tilkynningu.

Þá segir lögreglan, að gera megi ráð fyrir að Suðurlandsvegur verði lokaður þarna á og við vettvang á meðan á þarf að halda vegna vinnu viðbragðsaðila á vettvangi.

Uppfært klukkan 16.05: Samkvæmt fyrstu upplýsingum voru 53 um borð í rútunni, en staðfest er að 32 farþegar voru um borð, auk ökumanns. Viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. Suðurlandsvegur er lokaður við slysstað og ekki liggur fyrir hve lengi lokunin varir.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert