Slasaðist við dimmiteringu á Akureyri

Nemendurnir voru að fagna útskrift úr Menntaskólanum á Akureyri.
Nemendurnir voru að fagna útskrift úr Menntaskólanum á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Stúlka slasaðist al­var­lega við dimmiter­ingu Mennta­skól­ans á Ak­ur­eyri í gær. Stúlk­an er ekki lífs­hættu­lega slösuð en hlaut al­var­lega áverka í and­liti og var flutt til Reykja­vík­ur með sjúkra­flugi. Rúv grein­ir frá

At­vikið átti sér stað á palli á malar­flutn­inga­vagni þegar vökv­a­knú­inni loku var lokað. Stúlk­an klemmd­ist á milli. Hefð er fyr­ir því að útskrift­ar­nem­end­ur fagni áfang­an­um með því að standa á vögn­um sem trak­tor­ar draga og þeim er ekið um bæ­inn. 

Áfallat­eymi Rauða kross­ins var virkjað og ræddi við skóla­fé­laga stúlk­unn­ar og aðra sem voru á vett­vangi

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert