ASÍ kærir íslenska ríkið

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. mbl.is/Valli

Alþýðusam­band Íslands hef­ur ákveðið að kæra fram­kvæmd ís­lenskra dóm­stóla til Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA, ESA, í ljósi dóms Evr­ópu­dóm­stóls­ins sem féll fyrr í vik­unni.

Málið snýst um regl­ur um vinnu­tíma launa­fólks og viku­lega frí­daga.

„Til­hneig­ing ís­lenskra dóm­stóla, að flytja á herðar launa­manna ábyrgð á því að regl­ur um há­marks­vinnu­tíma og viku­lega frí­daga séu virt­ar og ófull­nægj­andi inn­leiðing tíma­til­skip­ana Evr­ópu­sam­bands­ins í því efni, geta í ljósi dóms Evr­ópu­dóm­stóls­ins frá 14. maí sl. falið í sér brot á EES-samn­ingn­um. ASÍ hef­ur ákveðið að setja fram­kvæmd­ina hér á landi í kæru­ferli til ESA,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá ASÍ.

„Sú venju­helgaða regla hef­ur um langt skeið gilt hér á landi að þegar laun starfs­manna hafa verið van­reiknuð geti kröf­ur um leiðrétt­ingu glat­ast vegna svo­kallaðs tóm­læt­is.“

Fram kem­ur að í ljósi „af­drátt­ar­lausr­ar túlk­un­ar“ Evr­ópu­dóm­stóls­ins frá 14. maí  verði að telja veru­leg­ar lík­ur á að túlk­un ís­lenskra dóm­stóla á vinnu­tímaregl­um um upp­safnaðan frí­töku­rétt og viku­lega frí­daga, geti verið and­stæð þeim til­skip­un­um sem hafi verið í gildi hér­lend­is á grund­velli EES-samn­ings­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert