Fyrsti Þristurinn á að lenda í dag

15 þristar eru væntanlegir.
15 þristar eru væntanlegir.

Nýjar upplýsingar liggja fyrir um komu DC-3/C-47 vélanna til landsins, sem eru á leiðinni til Frakklands að minnast 75 ára frá innrásinni Normandí.

Von er á fyrstu vélinni til Reykjavíkurflugvallar í dag en síðan er reiknað með að 11 vélar lendi nk. mánudag eða þriðjudagsmorgun. Þrjár vélar koma seinna, samkvæmt upplýsingum frá ACE FBO Flugþjónustunni á Reykjavíkurflugvelli, sem er einn þeirra aðila sem undirbúa komu vélanna.

Ranglega var farið með nafn flugþjónustunnar í blaðinu í gær og notast þar við eldra nafn á fyrirtækinu. Beðist er velvirðingar á því. Fundað var um heimsóknina í gær og fyrir liggur að vélarnar 11 verði almenningi til sýnis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert